top of page

ELVA HREIÐARSDÓTTIR

Grafíklistakona

Elva Hreiðarsdóttir fæddist í Ólafsvík 1964 og ólst þar upp. Hún stundaði nám við myndmenntadeild Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1989. Elva kenndi myndlist í nokkur ár áður en hún fór í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist úr grafíkdeild árið 2000. Elva hefur sótt fjölda námskeiða í myndlist, bæði hér á landi sem erlendis, þá helst í málun og solarprint.

 

Elva hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Elva býr í Reykjavík, hefur vinnustofu sína að Korpúlfsstöðum, kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og vinnur hluta árs á Snæfellsnesi.

 
 
 
 
 
184312077_478765560070385_55208560512464
bottom of page