top of page

GUÐRÚN A. TRYGGVADÓTTIR

Myndlistarmaður

Guðrún Arndís Tryggvadóttir nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-1978, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1978-1979 og Akademie der Bildenden Künste í München 1979-1983. Hún hefur haldið fjölda sýninga, hér heima, í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir myndlist sína og fyrir störf sín á sviði nýsköpunar.

Guðrún vinnur bæði stór verk með olíu á striga sem og smærri vatnslitaverk en málverk hennar byggja á hugmyndafræðilegum grunni, eru oft mjög persónuleg og tengjast tíma- og efnishugtakinu. Guðrún rekur einnig fræðslu- og útgáfufélagið Listrými og starfrækir vinnustofu sína á Selfossi. Verk eftir Guðrúnu er að finna í opinberum söfnum bæði hérlendis og erlendis.

 
 
 
 
 
 
IMG_8176.jpg
bottom of page