top of page

GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

 

Leirlistakona

 

Guðrún Halldórsdóttir hóf leirlistarnám í Boulder, Colorado árið 1987. Háskólanámi lauk hún í New Jersey 1997. Guðrún starfaði að leirlist í Bandaríkjunum frá 1990 til 2005. Hún sótti námskeið fjölda þekktra leirlistarmanna og sýndi verk sín víða um Bandaríkin, þar sem hún vann til fjölda verðlauna. Hún hefur starfað á Íslandi síðan 2005 en verk hennar hafa verið sýnd hér heima og erlendis á þessu tímabili. Nefna má sýningu í Eistlandi og farandsýningu í Rússlandi, svo fátt eitt sé nefnt.

Guðrún rennir, eða handbyggir verk sín og brennir með sérstökum glerjungi, sem er einstakur fyrir hana. Verk hennar er að finna á listasöfnum sem og á heimilium fagurkera austan hafs og vestan.

1545695_10203267989933877_25474542640965
bottom of page