top of page

HILDUR HANNA ÁSMUNDSDÓTTIR

 

Myndlistarmaður

 

 

Hildur Hanna er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er lærður kjólameistari, með fjölbreytta menntun í listum á borð við málaralist, keramik (leirlist) og ljósmyndun. Enn fremur hefur hún lokið fjölda námskeiða svo sem í málun og silfursmíði. Hildur Hanna hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og er félagsmaður í SÍM, Sambandi Íslenskra myndlistarmanna og Leirlistafélagi Íslands.

Nálgun Hildar Hönnu við myndlistarsköpun er óhefðbundin. Hún notast bæði við málun og textíl þar sem hún dansar lauflétt á milli þessara tveggja miðla og er óhrædd við ögrandi litaval og djarfar pensilstrokur í bland við fíngerðan útsaum á grófan striga. Glíman við strigann er mjög persónuleg þar sem Hildur Hanna tjáir sig undir taktfastri tónlist og allt veltur á hugarástandi hverju sinni. Textinn í verkum hennar eru orðlausar hugsanir sem hafa óræða en djúpa merkingu. Saumaverkin verða til í þögninni og tengja efnismiðla og menntun saman á áhugaverðan hátt í stórum sem smáum verkum, þar sem andstæðurnar fínleiki og grófleiki fá að njóta sín í einstæðri tjáningu.

Cv ferilskrá_Page_1_Image_0002.jpg
bottom of page