top of page

INGIBJÖRG KLEMENZDÓTTIR

Leirlistakona




Ingibjörg Klemenzdóttir stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1993 til 1995 og við Myndlistaskóla Kópavogs frá 1994 til 1995. Hún hóf nám við leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996, var gestanemi á Kecskemét keramikstofunni í Ungverjalandi árið 1999 og lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2000.

Ingibjörg hefur verið þátttakandi í samsýningu á Spáni og víða á Íslandi. Verk hennar voru á sýningunni Leirlist í Listasafni Árnesinga árið 2016, í tilefni 35 ára afmælis Félags íslenskra leirlistarmanna. Hún er meðlimur í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Ingibjörg rekur keramikstofu að Hellugljúfri, Ölfusi.

INGA2.JPEG
bottom of page