top of page

KATRÍN KARLSDÓTTIR

Leirlistakona

Ég er Katrín Valgerður Karlsdóttir og Kvalka ceramic studio er vinnustofan mín, staðsett heima hjá mér í Kópavogi. Listamanna nafnið mitt „Kvalka” er smíðað úr nokkrum fyrstu stöfunum í nöfnunum mínum. Ég lærði leirlist í Listaháskóla Íslands eftir að hafa náð nokkrum þroska í aldri því áður hafði ég útskrifast úr Kennaraháskóla Íslands sem smíðakennari og kenndi meðal annars útskurð í mörg ár. Það má glöggt sjá áhrif frá þeim tíma í sumum verkum mínum.

En annars bera verkin mín merki tilraunastarfsemi og nýjungagirni þar sem eitt tekur við af öðru og tek ég því fagnandi þegar eitthvað óvænt gerist í sköpunarferlinu, þá verða nýjar hugmyndir til. Hvert verk er einstakt, formað í höndunum og búið til með alúð og ánægju sem mótvægi við fjöldaframleiðslu. Ég sérhæfi mig í að brenna í lifandi eldi. Það getur verið áhættusamt fyrir leirinn, hann sprungið í hitamismuninum og brotnað í hreyfingunum sem verða þegar eldsmaturinn brennur. Brennsluferlinu get ég ekki alfarið stjórnað. Náttúruöflin taka þátt í sköpuninni og þegar vel tekst til getur útkoman orðið stórkostlegur óður til alheimsins.

 
 
 
 
175681404_142397894558650_39677972039555
bottom of page